Joining with other small producers to celebrate the 15th anniversary of “Straight from the Farm” at Stórhóli (Rúnalist) in Skagafjörður

Í tilefni 15 ára afmælis Beint frá býli verða haldnir afmælisviðburðir um land allt, sunnudaginn 20. ágúst 2023 kl. 13-17.

Á Norðurlandi vestra verður viðburðurinn haldinn á Stórhóli (Rúnalist) í Skagafirði af Sigrúnu Helgu Indriðadóttur. SSNV eru styrktar- og samstarfsaðilar.

Við hvetjum íbúa og aðra gesti til að leggja leið sína á Stórhól þar sem félagsmenn Beint frá býli á Norðurlandi vestra munu selja vörur og kynna starfsemi sína.

Afmæliskaka, kaffi og djús fyrir gesti í boði Beint frá býli.

Kvenfélag Lýtingsstaðahrepps mun selja bakkelsi.Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum mun teyma hesta undir börnum frá kl. 14:00-15:30.

Eldsmiðurinn Jón Egill Indriðason verður á svæðinu.

Öðruvísi leiksvæði fyrir börn.

Geitur, kiðlingar og hvolpur verða á sínum stað sem hlakka til að heilsa upp á gesti og gangandi.

Auk Stórhóls verða eftirfarandi framleiðendur að kynna og selja afurðir sínar:

• Austanvatna – Grillaðar veitingar og meðlæti beint frá býli

• Birkihlíð – Nautgripa og Sauðfjárafurðir

• Brúnastaðir – Geitaostar

• Hraun á Skaga -Sauðfjárafurðir og æðadúnsængur

• Garðyrkjustöðin Breiðagerði – Lífrænt ræktað grænmeti

• Sölvanes – Lífrænar sauðfjárafurðir

• Isponica – Grænmetissprotar

• Kaldakinn – Ýmsar kjötafurðir

• Hulduland – Egg, burnirót, kransar o.fl.

• Hvammshlíð – Birki og hvannaostar

Ekki eru allir með posa en hægt er að borga með pening eða millifæra á staðnum.